www.24x24.is
 
   Glerárdalshringurinn
     12. júlí 2014

Strýta í froststillum

Bunga_18_1_2015_180Sunndaginn 18. janúar stóðum við fyrir ferð upp á Strýtu frá Skíðahótelið í Hlíðarfjalli.  Hálfum mánuði fyrr höfðum við reynt sömu leið en urðum frá að hverfa vegna veðurs.  Að þessu sinni var veðrið alls ekki að trufla okkur nema síður sé, spáin hljóðaði uppá hæð yfir landinu, heiðskýrt og frost, gekk það algjörlega eftir.  Við vorum 10 sem mættum við skíðahótelið og lögðum á fjallið, en þegar við vorum rétt komin upp fyrir efstu lyftur fréttist af einum á eftir okkur svo við biðum þar eftir Árna Ingólfs og Lottu, svo fjöldin var oriðin ellefu og einn hundur.  Gengum við uppá Hlíðarfjallsbrún upp skálina og gekk það greiðlega.  Fundum við strax fyrir frostinu þegar uppá brún var komið þannig að ekki var stoppað mikið, en útsýnið var gríðarlega fallegt í morgunskímunni.  Eftir hefðbundna  ....

Nánar...

 

Staðarbyggðafjall

Stadarbyggdafjall_27_12_2014_180Þriðja dag jóla lögðum við tólf saman upp frá Freyvangi klukkan 10:00, sem er óvenju seint. Töluverð lausamjöll var í byggð og neðarlega í fjallinu en minkaði þegar nær dró toppinum. Brugðið var á það heillaráð að snæða morgun-/hádegisverð á uppleið, svolítið fyrir neðan tind í góðu skjóli. Með þessu móti kólnar manni hægar en ef snætt er á tindinum sjálfum, auk þess sem fljótt gengur að ná upp hita þegar maður ...

Nánar...

 

Laufáshnjúkur, Stórihnjúkur og Nónhnjúkur

Laufashnjukur_22_11_2014_180
Lagt upp frá bílastæði skammt fyrir utan Laufás og gengið sem leið liggur á Laufáshnjúk. Færið var sumarlegt, jörð ófrosin og sáralítill snjór.  Laufáshnjúkur er skemmtilegt fjall, með góðu útsýni og fallegri vörðu. Þar að auki er fjallið hæfilega þunnt lengi vel, þannig að maður hefur útsýni til beggja handa þegar gengið er suður eftir egginni. Verkalýðsleiðtogi var enginn með í för, svo gengið var suður Laufáshnjúk án hádegisverðar (sem var að vísu ekki tímabær) og niður í dalinn milli Laufáshnjúks og Stórahnjúks í allhvassri austanátt.
Þar var brugðið á það ráð að snæða hádegisverð niðri í dalnum, í stað þess að borða á fjallstindi í roki og kulda eins og lög gera ráð fyrir. Mæltist þessi nýbreytni vel fyrir meðal allra viðstaddra. Gengið var upp á Stórahnjúk all sunnarlega. Þar var komið vetrarfæri, snjór mest alla leiðina upp, sumsstaðar frekar harður, en bratti var lítill svo það kom ekki að sök. Stórihnjúkur er þó nokkuð stór um sig og frekar flatur þegar upp er komið, sem takmarkar útsýni nema úr brúnum fjallsins.
Af Stórahjúk gengum við svo austur á Nónhnjúk yfir grunnan dal. Nónhnjúkur er lægstur þessara fjalla og nokkuð klettóttur að norðan. Hægt er að fara niður, hvort sem er austan við klettana eða vestan. Þá leið völdum við og gengum örlítið suður með brúninni áður en við tókum að skáa okkur niður í gilið milli hnjúkanna. Það er víða nokkuð bratt og gilbotninn sumsstaðar grýttur. Við gengum skriðurnar austan í gilinu niður á jafnsléttu og síðan slóðina vestur að Laufási.
Einstaklega ljúf og skemmtileg ferð.
Lagt upp frá bílastæði skammt fyrir utan Laufás og gengið sem leið liggur á Laufáshnjúk. Færið var sumarlegt, jörð ófrosin og sáralítill snjór.  Laufáshnjúkur er skemmtilegt fjall, með góðu útsýni og fallegri vörðu. Þar að auki er fjallið hæfilega þunnt lengi vel, þannig að maður hefur útsýni til beggja handa þegar gengið er suður eftir egginni. Verkalýðsleiðtogi var enginn með í för, svo gengið var suður Laufáshnjúk án hádegisverðar (sem var að vísu ekki tímabær) og niður í dalinn milli Laufáshnjúks og Stórahnjúks í allhvassri austanátt. Þar var brugðið á það ráð að snæða hádegisverð niðri í dalnum, í stað þess að borða á fjallstindi í roki og kulda eins og lög gera ráð fyrir. Mæltist þessi nýbreytni vel fyrir meðal ...

Nánar...

 

Lönguhlíðarfjall í Hörgárdal

Longuhlidarfjall_9_11_2014_180Sjö göngumenn lögðu af stað og skiluðu sér allir niður aftur. Við lögðum bílunum við Skriðu og gengum á austurenda fjallsins. Upphangan var frekar auðveld. Þrátt fyrir frost í jörð og snjóföl, sem gerði sleipt undir fæti datt engum í hug að fara á brodda. Þegar upp á fjallsenda var komið tóku við aflíðandi brekkur ...

Nánar...

 
Fjallgöngur á næstunni
Innskráning