www.24x24.is
 
   Glerárdalshringurinn
     12. júlí 2014

Leiðinda spá fyrir helgina

Því miður náðust eingir samningar við veðurfræðinga og halda þeir fast við sinn keip, höfum við því frestað göngunni uppá Bónda og Einbúa. Norðaustan leiðindi með ofankomu og ekki er sunnudagurinn skárri. Svo nú er ráð að drífa í öllum inniverkunum sem búið er að trassa.

Gerum fastlega ráð fyrir að langtímasaminingi verði náð við veðurfræðinga fyrir næstu göngu.


 

 

Strýta frá Ytri-Bægisá

Stryta_18_1_2014_180Gönguárið 2014 byrjaði með Strýtugöngu eins og svo oft áður, en að þessu sinni var ákveðið að ganga á fjallið frá Hörgárdal eða nánar tiltekið frá bænum Ytri-Bægisá.  Höfum við oft rætt það að við séum búin að ganga á Strýtu frá öllum áttum nema að vestan og ætlum við að bæta þar úr.  Mjög góð þáttaka var að þessu sinni en 16 göngumenn og einn hundur voru mætt við Glerárskóla tilbúin í brekkurnar.  Veðrið í byggð var stillt og útlitið gott, hitinn réttu megin við núllið.  Stoppað var við kirkjuna við Ytri-Bægisá og haldið af stað þaðan, gengið upp með ánni að Húsárskarði, en við héldum okkur norðan við það.  Upp ....

Nánar...

 

Kerling Föstudaginn langa

brekkufjall_180Ferðin þetta árið á Föstudaginn langa var skipulögð með vin okkar og farastjóra  í huga, þ.e. hann Þorvald Þórsson (Hundraðfjalla höfðingjan).  Hann er að safna öllum fjöllum á Íslandi yfir 1300 m.y.s. og voru heilir tveir tindar í kringum Kerlingu sem hann á eftir.  Svo fór þó að lokum að hann komst ekki  en við hin gengum og könnuðum tindana fyrir hann í staðinn.  Skipulagið var þannig að við hittumst við Gleráskóla til að safnast í bíla og keyrðum saman að Finnastöðum við rætur Kerlingar.  Þaðan ætluðum við að ganga eftir hryggnum upp á Meyjarhólinn, síðan inn með Skálinni og upp á Kerlingarhausinn rétt vestan við Rjómatertuna.  Þaðan átti síðan að ganga suður eftir Kerlingu og skoða þar tind og athuga hvort hann væri fær eður ei.  Síðan ganga niður Kerlingu að vestan og fyrir hana, ganga því næst á Lambárdalshnjúk sem stendur smár fyrir norðan Kerlingu og að lokum ganga aftur að hryggnum við Rjómatertuna og heim, niður Lambárdalinn, Finnastaðadalinn og heim að bílum.  Þetta var ....

Nánar...

 

Frá Laufási til Ystu-Víkur

brekkufjall_180Um miðjan mars var stefna tekin út með firði að bænum Laufási í Grítubakkahreppi.  Nú ætluðum við að ganga yfir Laufáshnjúkinn, Kræðufell og Ystuvíkurfjall, enda síðan niður við bæinn Ystu-Vík. Veður var gott og útlit fyrir góða ferð.  Við vorum komin út til Laufás og klár til uppgöngu um klukkan átta.  Var fríður flokkur göngumanna mættur eða ellefu manns og var kynjahlutfallið óvenju hagstætt/óhagstætt okkur körlunum því við vorum aðeins þrír (konurnar eru aðt taka þetta yfir).  Vel gekk að ganga uppá Laufáshnjúkinn, þræddum við móa og mela nánast alla leið upp því ekki gátum við notað snjóinn þar sem hann var freðinn í hjarn og ekki hægt að spora í hann.  Er við komum aftur niður af Laufáshnjúki sunnanmegin (við Fagrabæjargil) ákváðum við að nú væri tímabært að fara í brodda vegna hálku og voru þeir brúkaðir alla leið niður að bílum.  Gengið var ...

Nánar...

 
Fjallgöngur á næstunni
Súlur frá Kristnesi
Laugardaginn 25. apríl, kl. 07:00 verður gengið frá Kristnesi upp á Súlur


Sjá allar ferðir á dagskrá
Innskráning